screen-shot-2016-12-11-at-21-59-49

  1. Djöflaskötur eru stórar skötur í ættkvíslinni Manta. Stærri tegundin ber latneska heitið M. biostris en sú smærri M. alfredi. Djöflaskötur geta orðið gríðarlega stórar og verið með allt að 7 metra vænghaf.
  2. Báðar tegundir eru flokkaðar sem viðkvæmar tegundir á válista IUCN. Helstu ógnir eru mengun hafsins, veiðar vegna eftirsókn í brjóskið í tálknum þeirra sem notað eru í kínverskri læknisfræði, auk þess sem sköturnar flækjast gjarnan í netum veiðimanna.
  3. Djöflaskötur er að finna víðsvegar í hitabeltis og heittempruðum höfum og sjást ýmist einar síns liðs eða í stórum hópum sem telja allt að 50 dýr.
  4. Líkt og hákarlar, sem skyldir eru djöflaskötum, eru djöflaskötur brjóskfiskar. Í stað þess að hrygna líkt og margir fiskar gera þroskast egg inn í líkama móðurinna og eignast djöflaskötur lifandi afkvæmi, yfirleitt eitt til tvö.
  5. Djöflaskötur eru að mestu leyti síarar líkt og skíðishvalir og éta svif, sérstaklega dýrasvif. Einu tennur djöflaskata er að finna í neðri kjálka.