
- Á Svalbarða má finna stærstu frægeymslu heims sem oft er kölluð dómsdagshvelfingin. Frægeymslan geymir fræ allra þekktra nytjaplantna heims og er hugsuð sem varasjóður ef lífi mannkynsins á Jörðinni skyldi vera ógnað í framtíðinni eða ákveðnir hlutar heimsins verði óbyggilegir, til dæmis vegna loftslagsbreytinga eða kjarnorkustríðs
- Í september síðasliðinni var dómsdagshvelfingin nýtt í fyrsta sinn þegar starfsmenn frá fræbankanum í Aleppo í Sýrlandi óskuðu erfir 116.000 sýnum frá Svalbarða. Þörf var á fræjunum til að endurbyggja fræsafn sem hafði hlotið skaða í átökunum í Sýrlandi.
- Í frægeymslunni er að finna fleiri en 860.000 afbrigði nytjaplantna sem staðsett eru rúmlega 120 metrum yfir sjávarmáli. Fræin eru geymd við -18 gráður í innsigluðum málmþynnum í innsigluðum kössum og inniheldur hvert sýni 500 fræ. Aðstæður eru þannig að lítill raki er í loftinu og ef svo færi að rafmagn slitnaði í geymslunni gæti innhald hennar haldist frosið í að minnsta kosti 200 ár.
- Frægeymslan á Svalbarða inniheldur fræ frá 60 stofnunum og nær öllum löndum heims. Hún tryggir þannig öryggi nytjaplantna um allan heim. Mikil öryggisgæsla er í geymslunni en til að komast inn í hana þarf að fara í gegnum fimm hurðir sem allar eru læsta með kóða. Ísbirnir á Svalbarða eru síðan sagðir auka öryggisgæsluna enn frekar.
- Krafa er um að í öllum opinberum byggingum í Noregi séu listaverk og er þak frægeymslunnar því listaverk með ljósahönnun eftir listamanninn Dyveke Sanne.
Hér að neðan má síðan sjá nokkrar myndir úr frægeymslunni.