Dvali er ástand þar sem líkamsstarfsemi dýra breytist til þess að spara orku, til dæmis yfir köldustu mánuði ársins. Líkamshiti og hjartsláttartíðni lækka og það hægist á efnaskiptum líkamans. Dýr geta verið mislengi í þessu ástandi og þekktasta dæmið líklega þegar birnir leggjast í vetrardvala.
Áður en dýr leggjast í dvala safna þau gjarnan miklum fituforða til að brenna á meðan á dvalanum stendur.
Þrátt fyrir að dýrin séu nokkuð óvirk á meðan á dvala stendur er ýmislegt sem getur gerst í dvalanum. Til dæmis ranka birnur við sér í til að fæða húna sína og mjólka þær í dvalanum svo húnarnir vaxa og dafna fram að vori.
Til er mismunandi gerðir dvala. Dýr sem leggjast í langan dvala þar sem þau ranka lítið sem ekkert við sér á meðan hann stendur yfir eru í dvala sem drifinn er af lengd dagsins á heimasvæði sínu og breytingum á hormónastarfsemi þeirra. Styttri og léttari dvalar eru hins vegar fremur drifnir áfram á breytingum á hitastigi í umhverfi dýranna og aðgengi þeirra að fæðu.
Froskategundin Rana sylvatica eru sú tegund sem fer í hvað öfgafyllsta dvalann. Allt að 65% vatns í líkama froskanna frýs og þeir geta verið í því ástandi í sjö mánuði.