screen-shot-2016-10-16-at-16-23-21

Dýragarðar eru vinsælir útum allan heim enda skemmtilegt að komast í návígi við dýr sem ólíklegt er að fólk fái tækifæri til að skoða annars. En eru dýragarðar af hinu góða? Hér að neðan förum við yfir nokkrar staðreyndir um dýragarða og hvaða áhrif þeir hafa á verndunarstarf.

  1. Í dag eru 39 dýrategundir flokkaðar sem “útdauðar í náttúrunni” á válista IUCN. Ef ekki væri fyrir tilstuðlan dýragarða væru þær að öllum líkindum alveg horfnar af Jörðu. Dýragarðar koma sumir hverjir upp einskonar “tryggingarstofnum” dýrategunda þegar útlit er fyrir að tegundin gæti dáið út í náttúrunni í náinni framtíð. Þannig er möguleiki á því að hægt sé að byggja upp stofn að nýju ef allt fer á versta veg í náttúrunni. Sem dæmi má nefna að Zoological Society of London er þátttakandi í 160 slíkum verkefnum.
  2. Það að halda dýr í dýragörðum kennir sérfræðingum margt um tegundirnar sem gæti hjálpað til við að viðhalda villtum stofnum með betri árangri í framtíðinni.
  3. Fé frá dýragörðum rennur gjarnan til verkefna sem vinna að verndun villtra dýra.
  4. Með því að fræða almenning um villt dýr og þá hættu sem að þeim stafar ná dýragarðar að mynda tengingu á milli fólks og náttúrunnar sem ætti sér kannski ekki annars stað. Margar milljónir heimsækja dýragarða ár hvert og fræðast um náttúruna í leiðinni.
  5. Starfsemi dýragarða nær einnig yfir rannsóknir á sjúkdómum villtra dýra og geta þær skipt sköpum þegar faraldrar koma upp í villtum stofnum. Til dæmis hefur chytrid sveppurinn haft slæmar afleiðingar fyrir froskdýr um allan heim og leitt til 168 útdauða á 20 árum. Sem betur fer vinnur starfsfólk dýragarða að því að viðhalda stofnum innan veggja garðanna auk þess að reyna að finna meðferðir gegn sjúkdómnum.

Heimild: The Biologist