- Ferómón, eða lyktarhormón, eru efni sem líferur gefa frá sér og framkalla ákveðin viðbrögð í annarri lífveru sömu tegundar. Ýmsar gerðir ferómóna eru til og eru þau til dæmis notuð sem viðvörunarmerki, sem leiðarvísir eða í makaleit.
- Orðið “ferómón” var fyrst notað af þeim Peter Karlson og Martin Lüscher árið 1959. Það er samblanda latnesku orðanna pherein sem merkir að flytja og hormón sem merkir að örva.
- Notkun ferómóna er sérstaklega vel þekkt hjá skordýrum og nota skordýr sem búa í samfélögum, til dæmis maurar og býflugur, þau mikið. Maurar eru þekktir fyrir notkun sína á ferómónum en þeir merkja sumir leið sína að búinu sem aðrir maurar geta notað sem leiðavísi þegar þeir snúa aftur úr ætisleit.
- Mýs nota ferómón til að forðast innræktun en þær geta greint það út frá lykt annarra músa hvort þær séu náskyldar eða ekki.
- Þrátt fyrir áratugarannsóknir er enn óljóst hversu stórt hlutverk ferómón spila hjá mannfólki en líklega er það stærra en okkur grunar.
Heimildir:
Scientific America
Wikipedia