Vinsældir þess að sneiða fram hjá vörum sem innihalda glúten virðast sífellt vera að aukast. En hvað er eiginlega þetta glúten sem fólk er að forðast að borða?

1. Glúten er prótín sem finnst í kornvörum, meðal annars hveiti og spelti svo eitthvað sé nefnt. Glúten er raunar samsett úr tveimur prótínhópum, glíadín og glútenín.

2. Glúten er uppspretta orku fyrir plöntuna sem sprettur upp af t.d. hveitifræjum, en það eru fræin sem við mölum og borðum.

3. Glúten gefur brauði og öðrum vörum út hveiti teygjanleikann, þess vegna virðist oft erfiðara að baka brauð úr glútenfríu korni.

4. Hveiti er korntegund sem inniheldur hátt hlutfall gútens það gæti verið ástæða þess að margir líta á hveiti sem „verra“ korn en t.d. spelt.

5. Glúten er ekki hættulegt en þó er til fólk sem þolir ekki glúten. Margs konar sjúkdómar valda því að fólk þolir illa glúten en fyrir heilbrigt fólk er alveg öruggt að borða það.

Heimildir:
LiveScience
Doktor.is