Mynd: Boredome Therapy
Mynd: Boredome Therapy

1. Grænlandshákarlinn lifir í köldum sjó í norður Atlantshafinu, eins og nafnið bendir til við Grænlandsstrendur og reyndar Ísland líka.

2. Hákarlinn nær ekki kynþroska fyrr en við 150 ára aldur, það er ansi langt bil á milli kynslóða. Þegar kynslóðabilið er svona langt þarf ekki mikið útaf að bregða til að tegundin deyi út.

3. Fram til þessa hefur elsta núlifandi hryggdýr verið talið Grænlandshvalurinn sem náði þó ekki nema rúmlega 200 ára aldri, s.s. svipuðum aldri og Grænlandshákarlinn hefur náð þegar hann fer að fjölga sér. Elsta lífvera sem hefur fundist er þó ekki hryggdýr heldur hin 507 ára gamla skel sem ber nafnið Ming.

4. Elsta dýrið sem var aldursgreint í þessari tilteknu rannsókn var u.þ.b 400 ára og náði 502 sentimetra lengd, en dýrin stækka um sirka sentimetra á ári.

5. Ein helsta niðustaða þessa rannsóknar er þó ekki einungis aldur hákarlanna heldur hvernig aldursgreiningin fer fram. Til að aldursgreina þá 28 hvali sem komu við sögu í rannsókninni var gerð kolefnagreining á prótínum sem finnast í augasteinum hvalanna. Prótínin eru mynduð í fósturþroska og síðan ekkert endurnýjuð allt líf hvalanna. Aðferðin er ekki mjög nákvæm en gefur samt sem áður góða mynd af t.d. kynslóðabili dýranna og lífsháttum þeirra. Þessi aðferð til t.a.m. mikið notuð í fornleifarannsóknum.

Heimildir:
Science
MBL
BBC