
- Hákarlar hafa ótrúlegt lyktarskyn sem er afar óheppilegt fyrir bráð þeirra. Lyktarskyn þeirra er svo gott að þeir geta jafnvel skynjað einn dropa af blóði í Ólympískri sundlaug.
- Flestar hákarlaárásir eiga sér stað nálægt ströndum. Þetta er ekki vegna þess að hákarlar kjósa að halda sig þar, þvert á móti velja þeir sér búsvæði fjarri ströndum þar sem meira er af bráð. Ástæðan liggur fremur í því að menn er líklegri til að vera í sjó nærri strönd.
- Á milli áranna 1588 og 2011 voru 2.463 hákarlaárásir skráðar. Af þeim voru 471 banvænar.
- Líkt og á við um fleiri tegundir jarðar hafa menn mikil áhrif stofna hákarla. Til að mynda er tegundin Carcharhinus longimanus í útrýmingarhættu vegna ofveiði, vegna þess hve vinsælir uggar þeirra eru í hákarlauggasúpu.
- Hákarlar hafa ekki bara eitt húðlag heldur tvö. Efra lagið er samsett úr dauðum frumum en það neðra hefur að geyma blóð- og taugafrumur.
Heimild: Shark Week, Discovery