7-themes-dot-com

Þann 18. febrúar var Alþjóðlegi dagur hreisturdýra (e. pangolin), af því tilefni förum við yfir nokkrar áhugaverðar staðreyndir um þessi óvenjulegu dýr.

  1. Hreisturdýr skiptast í átta tegundir, fjórar þeirra er að finna í Asíu en hinar fjórar eiga heimkynni í Afríku. Tvær tegundanna (Manis pentadactyla og M. javanica) eru í útrýmingarhættu, fjórar þeirra (M. crassicaudata, M. culionensis, M. tricuspis og Smutsua gigantea) nærri útrýmingarhættu á meðan tvær (S. temminckii og Uromanis tetradactyla) þeirra standa betur að vígi.
  2. Það sem einkennir hreisturdýr hvað mest eru harðar hreisturplötum sem þekja allan líkamann nema kviðinn. Plöturnar eru úr keratíni, sama efni og hár okkar er gert úr. Allar tegundirnar eru skordýraætur og eru aðallega á ferli á næturnar. Þó margir telji hreisturdýr vera skyld maurætum eru þau í rauninni skyldari rándýrum (Carnivora).
  3. Lítið er vitað um stofnstærðir neinnar tegundar hreisturdýr enda eru þau einfarar og sjást afar sjaldan. Allar tegundirnar eru taldar vera í nokkurri hættu og á það sérstaklega við um þær tegundir sem finnast í Asíu.
  4. Þegar ógn stafar að hreisturdýrum hnipra þau sig saman í bolta til að verja viðkvæman kviðinn og er erfitt er fyrir nokkurt dýr að brjóta sér leið í gegnum plöturnar. Séu dýrin tekin upp brjótast þau um og sveifla halanum kröftuglega og geta oddhvassar brúnir platanna rifið sig í gegnum húð rándýrsins.
  5. Hreisturdýr eru þau dýr sem hvað mest er verslað með ólöglega. Sérstaklega er algengt að veiðiþjófar veiði þau til manneldis. Einnig eru plöturnar og aðrir líkamshlutar notaðir í óhefðbundnar lækningaraðferðir, ýmsum hefðum og trúarathöfnum og í kínveskri læknisfræði.

Heimild: Pangolins.org