Mynd: Science in our world
Mynd: Science in our world

1. Við stuttar og léttar æfingar notar líkaminn loftháða brennslu en skiptir svo yfir í loftfirrt efnaskipti ef um er að ræða mikil átök. Við æfingu notar líkaminn að lang mest kolvetni til að brenna þar sem hægar gengur að vinna orku úr fitu og prótín. Þrátt fyrir það leiðir hreyfing til langs tíma til minnkunar á umfram orku, fituforða, sé hún til staðar.

2. Á meðan á æfingu stendur eykst blóðþrýstingur líkamans, það er ósköp eðlilegt viðbragð við því að hjartsláttur eykst til muna. Hins vegar stuðlar hreyfing að lægri blóðþrýstingi að jafnaði auk þess sem hjartað slær hægar í hvíld þar sem kraftur þess verður meiri og í hverju slagi er meira magni af blóði dælt út.

3. Súrefnaskipti verða auðveldari þegar fólk stundar reglulega hreyfingu. Loftskipti sem eiga sér stað í blóðinu, þegar súrefnissnautt blóð frá líkamanum hittir súrefnisríkt blóð frá lungunum verða liprari þar sem æðunum fjölgar og blóðflæðið verður greiðara. Lungun þurfa þess vegna færri andadrætti til að uppfylla súrefnisþörf líkamans þegar líkaminn er í hvíld.

4. Hreyfing er nauðsynleg fyrir vöðvana að viðhalda sér. Þegar vöðvarnir eru látnir púla mikið fara þeir að búa til meira af byggingaprótínum sínum sem heita aktín og mýósín. Af þessum ástæðum stækka vöðvar hjá fólki sem lyfta mikið, það stafar ekki af því að vöðvafrumunum fjölgar heldur vegna þess að þær stækka. Vöðvar í góðu viðhaldi eiga auðveldara með að framkvæma einfalda vinnu sem við gerum öll dags daglega.

5. Hreyfing er ekki bæði holl fyrir líkamann heldur einnig fyrir sálina, hún dregur úr líkum á þunglyndi og kvíða og er oft fyrsta ráð sem læknar gefa fólki sem kljást við vægt þunglyndi. Hreyfing þarf ekki að taka langan tíma eða fela í sér kraftlyftingar eða langhlaup. Með því að ganga hraustlega í 30 mínútur losnar um endorfín, hormónið sem veitir okkur vellíðan eftir hreyfingu á sama tíma og stuðlað er að endurnýjun og uppbyggingu líkamans.

Heimildir:
The Huffington Post
How Stuff Works
Precor