Female belly with pregnancy stretch marks closeup
  1. Húðslit eru rákir sem geta myndast á húð kvenna eða karla þegar tognar á teygjanlegum þráðum í húðinni.
  2. Algengt er að húðslit myndist á meðgöngu, þegar fólk þyngist hratt eða þegar mikill vöxtur verður á skömmum tíma, til dæmis á unglingsárunum. Þó mest umræða sé um húðslit kvenna geta karlmenn og unglingar líka fengið slit.
  3. Stór hluti kvenna fær einhver slitför á meðgöngu. Líkt og með margt annað spila erfðir stóran þátt í því hvort konur fái slitför á meðgöngu og er líklegrar að þær fái þau hafi móðir þeirra gert það.
  4. Þrátt fyrir að mikið sé um vörur sem eiga að koma í veg fyrir slitför hafa rannsóknir sýnt fram á að afar erfitt er að koma í veg fyrir húðslit.
  5. Þó ekki allir fái húðslit eru þeir sem þau fá eins misjafnir eins og þeir eru margir. Fyrirsætan Chrissy Teigen vakti athygli á samfélagsmiðlum nýlega þegar hún birti mynd af húðslitum á lærum sínum á Twitter. Tístinu hefur verið endurtíst um 19.000 sinnum og fengið 148.000 „like“. Notendur voru ánægðir með það að fyrirsætan vakti athygli á hversu algeng og eðlileg húðslit eru og voru margir sem birtu myndir af sínum eigin slitum í kjölfarið.

Heimildir
BBC
NHS