Nú eru jólin að nálgast og einhverjir kannski farnir að huga að því að setja upp jólatré. En hvað vitum við um þessar skemmtilegu lífverur sem við notum á hverju ári til að skreyta heimili okkar?

1. Jólatré er samheiti yfir nokkrar mismunandi tegundir trjáa, sem allar eiga það sameiginlegt að vera barrtré. Athugið þó að jólatré er einungis notað um þau barrtré sem eru skreytt fyrir jólin og er ekki fræðilegt samheiti yfir þessar tegundir.

2. Barrtré hafa ekki hefðbundin lauf heldur svokölluð börr sem eru sambærileg laufum. Ætla má að börrin myndi þennan nálastrúktúr vegna þess að laufin eru að vernda sig fyrir veðri og vindum

3. Barrtré eru frábrugðin lauftrjám að því leiti að þau fella ekki laufin. Þess vegna er talað um að barrtré séu sígræn.

4. Barrtré er upprunalega að finna á norðurhveli jarðar svo sem í Rússlandi og Kanada. Barrtrjám hefur verið plantað víða um land hérlendis en þau koma þó ekki náttúrulega fyrir hér á landi, fyrir utan eini.

5. Þó barrtré og lauftré séu um margt lík, þar sem þessar plöntur eru fjölærar og tréna þannig að úr verður tré, þá eru þau þróunarfræðilega mjög fjarskyld. Þau tilheyra bæði plönturíki en sitt hvorri fylkingunni. Það má því segja að sambærilegir ættingjar mannsins séu skordýr.