Fjórar kindur klónaðar úr sama erfðaefni og kindin Dolly.
Mynd: The University of Nottingham

1. Klónun er að búa til annað eða fleiri eintök af ákveðnum líffræðilegum eiginleika. Hver þessi eiginleiki er getur verið breytilegur og yfleitt felst þessi eiginleiki í einu geni.

2. Oftast þegar talað er um klónanir sér fólk fyrir sér tvöföldun á heilum einstaklingi, slíkar klónanir eru þá fátíðar og afar flóknar í framkvæmd. Klónanir sem notaðar eru daglega í vísindum fela í sér fjölföldun á ákveðnu geni og fara yfirleitt fram í bakteríum eða öðrum hraðvaxandi lífverum.

3. Dolly var fyrsta klónaða spendýrið en hún dó einungis 6 vetra gömul. Eins og Hvatinn fjallaði um í síðastliðinni viku lifa klónaðar systur hennar þó enn góðu lífi.

4. Klónun á spendýrum vekur upp ýmsar siðfræðilegar spurningar en okkur hættir stundum til að sjá klónaðan einstakling fyrir okkur sem nokkurs konar vél en ekki lífveru.

5. Hugmyndir okkar um klónanir á einstaklingum gera oft ráð fyrir því að erfðaefni okkar ráði nær eingöngu hvers konar einstaklingar verða til. Ef slíkar hugmyndir væru réttar þá væri t.d. enginn munur á eineggja tvíburum þar sem þeir eru í fræðilegum skilningi klónn hvor af öðrum, þ.e. innihalda sama erfðaefnið.

Heimildir:
The Roslin Institude
Wikipedia
MedlinePlus