1. Krabbamein einkennist af ofvexti frumna í líkamanum sem mynda æxli.

2. Krabbamein eru mismunandi eftir því í hvað líffærum þau koma fyrir og hvaða breytingar hafa orðið á frumunum sem mynda þau.

3. Krabbameinsfrumur verða til vegna breytinga á erfðaefninu, breytingarnar geta verið margskonar en eiga það sameiginlegt að hafa áhrif á afurðir gena.

4. Mannslíkaminn hefur alls konar varnarleiðir til að koma í veg fyrir krabbamein svo sem viðgerðir á erfðaefninu eða sjálfsvíg frumna sem hætta að virka sem skyldi. Þessar varnir eru nauðsynlegar því breytingar á erfðaefninu eru stanslaust að eiga sér stað, þó að yfirleitt myndist ekki krabbamein.

5. Ein árangursríkasta meðferðin við krabbameini er skurðaðgerð þar sem meinið er tekið burt. Þökk sé áralöngum rannsóknastörfum víðs vegar um heiminn eru krabbameinslyf alltaf að vera áhrifaríkara samhliða því að vera sértækari. Meðferð við krabbameini er því alltaf að verða árangursríkari.