Mynd: The Sloth Institute
Mynd: The Sloth Institute
  1. Letidýr eyða mestum tíma sínum í trjám og yfirgefa þau aðeins til að hafa hægðir eða til að synda.
  2. Sund er líklega ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það heyrir orðið letidýr en í raun eiga letidýr auðvelt með sund og geta haldið niðri í sér andanum í 40 mínútur.
  3. Letidýr hafa aðeins hægðir um einu sinni í viku og fara ávallt niður á jörðina til þess. Þetta skapar mikla hættu fyrir dýrin enda hreyfa þau sig hægt og eru því auðveld bráð á meðan á ferlinu stendur.
  4. Letidýr eru ekki þau félagslyndustu og eyða mestum tíma sínum ein síns liðs. Einu skiptin sem þau koma saman er þegar þau makast. Á mökunartímanum kallar kvendýrið til nærliggjandi karldýra sem berjast síðan um réttinn til mökunar með því að krafsa í hvorn annan þar til annar gefur eftir.
  5. Letidýr nærast á laufblöðum sem erfitt er að melta og getur það tekið allt að mánuð. Í ofanálag eru laufblöðin orkulítil sem skýrir hvers vegna dýrin eru eins hægfara og raun ber vitni.