Mynd: Live Science
Mynd: Live Science
  1. Lotukerfið eins og við þekkjum það í dag var fyrst birt af Dimitri Mendeleev árið 1869. Lotukerfi Mendeleev var þó ekki það fyrsta heldur höfðu aðrir reynt fyrir sér í flokkun frumefna á undan honum. Þau lotukerfi náðu þó ekki vinsældum hjá vísindasamfélaginu.
  2. Ekki finnast öll frumefni lotukerfisins í náttúrunni, eða aðeins 94 fyrstu efnin. Önnur frumefni hafa vísindamenn myndað við ákveðnar aðstæður. Fyrsta frumefnið sem vísindamönnum tókst að mynda var Technetium.
  3. Frumefnum lotukerfisins er raðað eftir atómtölu (fjölda róteinda) efnanna. Þannig er vetni fyrsta frumefni lotkerfisins með atómtöluna 1 en Ununoctium það síðasta með atómtöluna 118.
  4. Nýjustu efni lotukerfisins bættust við það í desember árið 2015. Það voru efni 113, 115, 117 og 118 sem bera heitin Ununtrium, Ununpentium, Ununseptium of Ununoctium en öll voru þau mynduð af vísindamönnum við ákveðnar aðstæður.
  5. Meirhluti frumefna lotukerfisins eru málmar. Öðrum efnum lotukerfisins er skipt í málmunga, málmleysingja og óþekkt efni sem vísindamenn hafa ekki enn fundið eða myndað. Þrátt fyrir að svo marga málma sé að finna í lotukerfinu eru málmleysingjar mun algengari í náttúrunni en málmar.

Heimildir:
Wikipedia
Live Science