Líkamar okkar eru stórmerkilegir og væri hægt að telja upp ótal skrítnar og skemmtilegar staðreyndir um þá, hér eru fimm þeirra!
- Í munninum er að finna þrjú pör munnvatnskirtla sem saman seyta um einum lítra af munnvatnu á hverjum degi.
- Í nöflum er að finna heilan helling af bakteríum eða um 67 mismunandi tegundir í meðalmanneskju.
- Þó ungabörn geti grátið byrja þau ekki að mynda tár fyrr en í frysta lagi við eins mánaða aldur.
- Við eigum kannski ekki mikið sameiginlegt með hákörlum en þó eru tennur manna jafnsterkar og tennur hákarla.
- Taugaboð berast með taugum á ógnahraða eða því sem samsvarar 400 kílómetrum á klukkustund.
Heimild: National Geographic