Mynd: Gris Anik
Mynd: Gris Anik

1. Metan er samsett úr einu kolefnisatómi og fjórum vetnisatómum.

2. Metan verður til við alls kyns líffræðilega ferla en margar bakteríur eru metanmyndandi og má þá nefna bakteríur sem lifa í þörmum.

3. Metan er litarlaust, lyktarlaus og bragðlaust.

4. Metan er ein af þeim gastegundum sem ýtir undir gróðurhúsaáhrif en hæfni þess til að auka hlýnun jarðar er um tuttugufalt meiri en áhrif koldíoxíðs.

5. Metan sem orkugjafi er samt sem áður mun heillavænlegra til að halda hlýnun jarðar í skefjum þar sem bruni þess er mun hreinni en jarðefnaeldsneyta og við hann verða því ekki til gróðurhúsalofttegundir í miklu magni.

Heimildir
Vísindavefurinn
Mother Nature Network