extra_large-1475491327-cover-image

1. Nóbelsverðlaunin voru sett á laggirnar fyrir tilstilli sænsks vísindamanns sem hét Alfred Nobel. Alfred Nobel dó þann 10. desember 1896 og því eru Nóbelsverðlunin veitt þann dag ár hvert.

2. Alfred gaf fyrirmæli í erfðaskrá sinni um að auðæfum sínum skyldi ráðstafað í að koma á laggirnar verðlaunum fyrir fólk sem skaraði fram úr á tilteknum sviðum, þ.e. eðlisfræði, efnafræði, lífeðlis- og læknisfræði, bókmenntum auk baráttu fyrir friði. Alfred var auðugur maður og fyrirmæli þessu féllu í grýttan jarðveg meðal fjölskyldumeðlima hans. Verðlaununum var þó komið á laggirnar og fimm árum eftir dauða hans voru verðlaunin veitt í fyrsta sinn.

3. Fyrstu Nóbelsverðlaunin voru veitt 10. desember árið 1901, en þá fóru til Wilhelm Conrad fyrir eðlisfræði, Jacobus Henricus van’t Hoff, var verðlaunaður fyrir efnafræði, Emil von Behring, fyrir lífeðlis- og læknisfræði, Sully Prudhomme, fyrir bókmenntir og Henry Dunant and Frederic Passy fengu svo friðarverðlaun Nóbels.

4. Hingað til hefur einungis einn Íslendingur hlotið verðlaunin, Halldór Kiljan Laxness fyrir bókmenntir, en fleiri hafa þó verið tilnefndir.

5. Frá upphafi hafa 48 konur fengið Nóbelsverðlaunin þar af hefur ein þeirra, Marie Curie, hlotið verðlaunin tvisvar fyrst í eðlisfræði og síðar í efnafræði. Hlutfall kvenna sem fengu verðlaunin voru til að byrja með mun lægra en hlutfall karla, þó það horfi blessunarlega til betri vegar er enn langt í land í jafna skiptingu kynjanna, en á árunum 2001-2015 fengu 19 konur Nóbelsverðlaun.

Heimildir:

International Business Times.
Nobelprize.org.
Gljúfrasteinn.