Mynd: The New Daily
Mynd: The New Daily
  1. Aðeins um 10% mannkynsins er örvhent en ekki er vitað hvers vegna örvhentir eru eins sjaldgæfir og raun ber vitni.
  2. Tvíburar eru líklegri til þess að vera örvhentir en aðrir, samkvæmt niðurstöðum einnar rannsóknar.
  3. Líkurnar á því að foreldrar sem báðir eru örvhentir eignist örvhent barn eru 26,1% en 9,5% ef báðir foreldrar eru rétthentir.
  4. Í dýraríkinu sýna fæst dýr tilhneigingu til að vera frekar rétthent en örvhent. Menn og simpansar eru þar undanskildir en um 70% simpansa eru rétthentir.
  5. Páfagaukar virðast fara hina leiðina og sýndu niðurstöður rannsóknar á 320 páfagaukum í Ástralíu að 47% þeirra notuðu fremur vinstri fótinn en þann hægri. 33% páfagaukanna notuðu þann hægri fremur en þann vinstri en hin 20% sýndu engan mun í notkun á hægri og vinstri.