Mynd: PBS.org

1. Plast eru kolefnisfjölliður sem eru búnar til úr olíu-afurðum og íblöndunarefnum.

2. Plast er til í mörgum mismunandi gerðum en gerð plastsins byggir á því hvaða efni eru sett saman við kolefniskeðjurnar. Mismunandi efni gefa plastinu mismunandi eiginleika. Ef við skoðum umbúðirnar sem við notum vel þá getum við séð hvaða gerð að plasti við erum með í höndunum hverju sinni, merkingin er þríhyrningur með tölustaf inní og hægt er að sjá á vef umhverfisstofnunnar hvað hver tölustafur táknar.

3. Plast er í raun og veru fituleysanlegt efni, sem þýðir að það drekkur í sig ýmis vatnsfælin efni. Það eru einmitt þessir eiginleikar sem ýmis eiturefni í hafinu bera með sér svo plastið sem fyllir höfin okkar verður enn eitraðra fyrir vikið.

4. Plast er ekki alslæmt, en einn helsti kostur þess er að það eykur endingu matvæla, það er hins vegar óþarfi að pakka matvælum í tvöfaldar plastumbúðir því plastið er nægilega sterkt til að auka endingu matvæla eftir eina pakkningu.

5. Plast er flest allt endurvinnanlegt ef frá er talið frauðplast. Besta leiðin til að spara náttúrunni plastmengun er samt sem áður að reyna að takmarka notkun á plasti og endurnýta það plast sem er keypt eins vel og hægt er.

Heimildir:
Umhverfisstofnun
Wikipedia
Ecolife