Mynd: Doug Plummer via Getty images
Mynd: Doug Plummer via Getty images

1. Sólbruni kallast það þegar húðin verður rauð og aum eftir að hafa fengið of mikla sólargeisla á sig.

2. Sólbruni getur verið misslæmur og hann ber ekki að vanmeta, húðin er mjög stórt líffæri og bruni á þessu stóra líffæri getur reynst líkamanum okkar mjög erfiður viðureignar, alveg eins annar bruni sem verður af völdum hita eða elds.

3. Til að forðast sólbruna er best að bera á sig sólarvörn sem hindrar útfjólubláageisla sólarinnar af gerðinni A og B eða hylja sig með klæðnaði, því sólarvarnir geta líka innihaldið óæskileg efni á borð við paraben-efni.

4. Útfjólubláir geislar geta valdið stökkbreytingum á erfðaefninu og það er eitt af því sem á sér stað þegar vð sólbrennum. Sem betur fer eru varnarkerfi frumnanna snjöll og geta yfirleitt gert við DNA-ið. En við ættum samt alltaf að passa húðina þegar sólin skín því við vitum aldrei hvenær alvarleg stökkbreyting kemst framhjá varnarkerfinu.

5. Sólbrúnka er svar húðarinnar við þessum skaðlegu geislum, UV-A og UV-B. Geislarnir örva tjáningu á litarefninu melanín sem raðar sér í kringum kjarna frumnanna til að passa uppá að erfðaefnið okkar verði ekki fyrir óafturkræfum skemmdum.

Heimildir:
HuffingtonPost
Bioelements