Hluti fólks, um 12%, dreymir bara í svarthvítu. Áður en litasjónvörp komu á markað var hlutfallið hærra!
Blundir geta verið gagnlegir. Rannsóknir á miðdegishvíld, líkt og tíðkast í Suður Evrópu, gefa til kynna að þeir sem fá sér blund yfir daginn séu ólíklegri til að látast úr kransæðasjúkdómum.
Kóalabirnir eiga líklega heimsmetið í svefni spendýra en þeir sofa meirihluta sólarhringsins, oft í um 20 tima. Grasbítar eru meðal þeirra spendýra sem sofa hvað minnst og sofa margar antílóputegundir til dæmis aðeins í stuttum lotum (5-10 mínútur).
Í um 80-95% af REM svefni karlmanna fá þeir standpínu, annað hvort að fullu eða að hluta. Aftur á móti eru draumar þeirra aðeins kynferðislegir í um 12% tilvika.
Þeir sem fæðast blindir dreymir drauma um tilfinningar, hljóð, lykt og snertingu. Einstaklingar sem missa sjónina geta aftur á móti dreymt í myndum.