Mynd: zuki70/Fotolia
Mynd: zuki70/Fotolia

Á síðastliðnum árum hefur fjölónæmum bakteríum fjölgað hratt og í dag deyja um 700.000 manns ár hvert af völdum þeirra. Ef ekkert er að gert má búast við því að sú tala verði allt að 10 milljón manna árið 2050 og er því ekki úr vegi að fara yfir nokkrar staðreyndir um sýklalyfjaónæmi.

  1. Sýklalyfjaónæmi felur í sér, eins og nafnið gefur til kynna, að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn sýklalyfjum sem ættu að drepa þær.
  2. Sýklalyf er ekki hægt að nota gegn hefðbundnu kvefi og inflúensu. Þessir sjúkdómar eru af völdum veirusýkinga og hafa sýklalyf því engin áhrif á þá, enda virka þau eingöngu gegn bakteríusýkingum. Röng notkun á sýklalyfjum gegn veirusýkingum er einn helsti drifkarfturinn á bakvið aukið sýklalyfjaónæmi.
  3. Lykilatriði í inntöku á sýklalyfjum er að fylgja ávallt fyrirmælum frá lækni um inntöku þeirra. Þó svo að einkenni séu horfin er mikilvægt að klára þann skammt sem skrifað var upp á. Ef skammturinn er ekki kláraður eða töflur gleymast geta bakteríur lifað af og fjölgað sér.
  4. Ekki taka inn sýklalyf sem skrifað hefur verið upp á fyrir annan sjúkling. Til er fjöldinn allur af sýklalyfjum sem henta misvel gegn mismunandi tegundum baktería og röng notkun getur aukið á líkur á ónæmi.
  5. Mikilvægt er að taka aldrei sýklalyf sem komin eru yfir síðasta notkunardag. Virkni virkra efna í lyfjunum versna með tímanum og getur því verið að virknin sé ekki nægilega mikil sem eykur líkur á að bakteríum takist að þróa með sér ónæmi.

Heimild: IFL Science