donuts-hero

Nýlega kom í ljós að á sjöunda áratugnum tók hópur vísindamanna við Harvard háskóla við greiðslum fyrir að draga úr niðurstöðum rannsókna sem sýndu fram á tengsl á milli inntöku á sykri og hjartasjúkdóma og kenna þess í stað fitu um áhrifin. Í kjölfarið birtu vísindamennirnir yfirlitsgrein þar sem fita var gerð að sökudólgnum og voru tengsl rannsóknarinnar við sykuriðnaðinn ekki gefin upp. Á sínum tíma átti niðurstöðurnar stóran þátt í því að móta opinberar ráðleggingar um mataræði. Þetta kemur fram í grein sem birt var í JAMA Internal Medicine í síðustu viku.

Í seinni tíð hafa neikvæð áhrif sykurneyslu þó sífellt komið betur í ljós og er því ekki úr vegi að fara yfir nokkrar staðreyndir um sykur og áhrif hans á líkamann.

  1. Þegar talað er um sykur og sykurneyslu er yfirleitt átt við um borðsykur og viðbætt háfrúktósa maíssýróp í matvælum. Sykur kemur þó einnig fyrir náttúrulega í ýmsum matvælum, svo sem ávaxtasykur í ávöxtum og mjólkursykur í mjólkurvörum.
  2. Áður fyrr var sykur munaðarvara á Vesturlöndum en eftir að plantekrum með sykureyr var komið upp í Vestur Indíum og Suður Ameríku á 17. og 18. öld jókst framboðið mikið. Talið er að á 19. og 20. öldinni hafi neysla á sykri aukist um 1.500% á Englandi.
  3. Í dag er að viðbættan sykur að finna í mörgum fjölda matvæla, til dæmis í brauði, morgunkorni, gosdrykkjum, ávaxtasöfum og sósum.
  4. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt fram á að ein stærsta ástæða offitufaraldurs Vesturlanda og aukningu í tilfellum af sykursýki 2 sé óhófleg neysla sykurs.
  5. Þó sykur sé að finna í náttúrulega í ýmsum matvælum er sykur ekki alltaf það sama og sykur heldur skiptir máli hvernig við innbyrðum hann. Til dæmis vinnur líkaminn öðruvísi úr sykri sem við tökum inn með því að drekka sykraða gosdrykki eða að borða epli. Sykurinn í gosdrykkjum færir líkamanum mikið magn af sykri á stuttum tíma sem lifrin þarf að vinna hratt úr. Aftur á móti þarf líkaminn að vinna hægar úr sykri í eplinu þar sem að epli innihalda auk sykursins mikið magn af trefjum sem meltist hægar og fær lifrin því minna magn af sykri til að vinna úr í einu.

Heimildir
Science Alert
Scientific America