Mynd: Junko Kimura/Getty Images)
Mynd: Junko Kimura/Getty Images)

Þann 4. apríl var efnavopnaáras gerð á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Hundruðir manna slösuðust í árásinni og fleiri en 80 létu lífið, þar á meðal í það minnsta 30 börn. Efnavopnum með efninu sarín var varpað á bæinn með þessum hræðilegu afleiðingum. En hvað er sarín? Hér að neðan eru fimm staðreyndir um efnið og áhrif þess.

 1. Sarín er taugaeitur sem var fyrst þróað sem skordýraeitur í Þýskalandi árið 1938. Efnið er því manngert og er skylt skordýraeiturefnum af gerðinni organophosphate en er töluvert sterkara en efni í sama flokki.
 2. Í sínu hreinasta formi er sarín glær, litlaus vökvi sem er bæði lyktarlaus og bragðlaus. Efnið leysist auðveldlega upp í vatni en það gufar auk þess hratt upp og myndar þykkt gas sem sekkur niður í átt að jörðu.
 3. Efnið hefur áður verið notað í hernaði í árásum á Japan á tíunda áratugnum sem og í áras undir stjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Sýrlandi árið 2013.
 4. Væg útsetning veldur ýmsum einkennum á borð við:
  • Ruglingi, syfju og höfuðverk.
  • Aukinni táramyndun, sársauka í augum og sjóntruflunum.
  • Hósta, slefa, nefrennsli, hröðum andardrætti og þyngslum fyrir brjósti.
  • Svitaköstum og vöðvakippum.
  • Flökurleika, uppköstum, kviðverkjum niðurgangi og tíðum þvaglátum.
  • Óeðlilegum blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni.
   Sé um banvæna útsetningu að ræða bætast við krampar, meðvitundarleysi, lömun og öndunarbilun.
 5. Til er móteitur við saríni en til að það skili tilætluðum árangri það þarf að gefa fljótlega eftir að einstaklingur kemst í tæri við efnið.