1. Þvag er vökvi sem við losum okkur við þegar við pissum.

2. Þvag er yfirleitt gult á litinn þó liturinn geti verið missterkur, yfirleitt gefur liturinn til kynna hversu stórt hlutfall þvagsins er vatn.

3. Þvag er að stórum hluta vatn en inniheldur líka sölt, þvagsýru og önnur efni.

4. Þvag er leið líkamans til að losa sig við alls kyns efni. T.d. losum við mikið þvag þegar við höfum drukkið mikinn vökva. Ef við höfum borðað of mikið salt er það líka losað út með þvagi, en þá er mikilvægt að drekka líka mikið því í hvert skipti sem líkaminn losar sig við sölt, þá tapar hann líka vökva.

5. Þvagið verður til þegar blóðið er síað í gegnum nýrum. Allt blóð líkamans fer reglulega í gegnum nýrun þar sem auka vökvi, auka sölt og eiturefni eru losuð frá blóðinu sem heldur svo áfram hringrás sinni um líkamann.

Heimildir

Urine Colors
WebMD