
NASA tilkynnti í síðustu viku um merkan fund í geimnum. Hér eru nokkrar staðreyndir um þennan stórmerkilega fund.
1. „Sólin“ í TRAPPIST-1 sólkerfinu er rauður dvergur sem kallast TRAPPIST-1, hún er mun minni en sólin sem við þekkjum.
2. Utanum þennan fallega rauða dverg snúast sjö plánetur.
3. Allar pláneturnar eru á stærð við jörðina. Það skiptir máli því stærðin segir til um efnasamsetningu plánetanna.
4. Af þessum sjö plánetum eru þrjár staðsettar í mátulegri fjarlægð frá TRAPPIST-1 til að þar sé möguleiki á lífi.
5. Ef líf finnst á einhverri af þessum þremur plánetum opnar það möguleikann fyrir vísindaheiminn til að skoða þróun lífs og hvernig líf kviknar.
Heimild
Stjörnufræðivefurinn