screen-shot-2017-09-17-at-21-47-56

  1. Tunglið er um einn áttundi af stærð Jarðar og er að meðaltali um 384.000 kílómetra frá Jörðu.
  2. Með því að aldursgreina grjót frá tungli Jarðar hafa vísindamenn komist að því að tunglið er um 4,6 milljarða ára gamalt eða svipað gamalt og Jörðin.
  3. Frá Jörðu sjáum við alltaf sömu hlið tunglsins. Þetta stafar af því að tíminn sem það tekur tunglið að snúast um eigin möndul er um það bil sá sami og tíminn sem það tekur tunglið að ganga umhverfis Jörðu, um það bil 27,3 dagar.
  4. Lögun tunglsins, eins og það birtist okkur hér á Jörðinni, fer eftir staðsetningu sólarinnar miðað við tunglið og Jörðina. Þegar tunglið birtist okkur sem fullt tungl er Jörðin á milli sólar og tungls og lýsir sólin því upp alla þá hlið tunglsins sem snýr að Jörðu. Aftur á móti er nýtt tungl þegar tunglið er á milli Jörðu og sólar. Þá lýsir sólin upp þá hlið tunglsins sem snýr frá Jörðu.
  5. Þó við verðum ekki vör við það fer tunglið umhverfis Jörðina á töluverðum hraða eða 3.700 kílómetra á klukkustundun.

Heimild
National Geographic