1. Efnafræðiformúla vatns er H2O. Þó það nefnist í daglegu tali vatn þá er efnafræðiheiti þess tvívetniðmónoxíð (dihydrogenmonoxide).

2. Vatn samanstendur, eins og efnafræðiformúla þess segir til um, af tveimur vetnisatómum og einu súrefnisatómi. Hver einasta vatnssameind inniheldur því nákvæmlega þessa blöndu. Þó bæði vetni og súrefni séu við herbergishita lofttegundir þá mynda þær saman vökva, við sama hitastig.

3. Vatn hefur ýmsa eiginleika sem dæmi er það skautuð sameind og í vatni leysast því sölt auðveldlega upp og fara þá á form sem kallast jónir. Þetta er m.a. ástæða þess að vatn er nauðsynlegt lífi á jörðinni en fjölmörg efnaskipti í líkama okkar og utan hans eiga sér einmitt stað í vatni. Suðumark vatns er 100°C og bræðslumark þess 0°C, en celsíus-skalinn er sniðinn í kringum efnaeiginleika vatns.

4. Vatn er af skornum skammti á jörðinni og ekki eru allir jafn heppnir og Íslendingar sem geta drukkið það beint af krananum. Talið er að meira en 10% jarðarbúa búi við viðvarandi vatnsskort.

5. Vatn er besti drykkur sem hægt er að fá, hann inniheldur líka engar auka hitaeiningar en skilar svo sannarlega svölun á þorsta. Svo er líka frábært að baða sig uppúr vatni… miklu betra en að baða sig uppúr t.d. kóki.