1. Wasabi er búið til úr plöntunni Wasabia Japonica sem er af fjölskyldunni Brassicaceae. Sú fjölskylda telur fleiri ætilegar plöntur á borð við hvítkál, radísur, sinnep, piparrót og spergilkál.

2. Wasabi sem notað er t.d. til sushigerðar er búið til úr stöngli plöntunnar. Stöngullinn vex reyndar neðanjarðar og því vísa margir í þennan hluta hennar sem rót en það er ekki alveg rétt því rótarkerfið sem plantan hefur að sjálfsögðu líka gegnir hefðbundnu rótarhlutverki og er líka að finna neðanjarðar.

3. Wasabi sem við kaupum útí búð er yfirleitt ekki alvöru wasabi, það er mauk sem er búið til úr skyldum plöntum eins og piparrót eða sinnepsfræjum og litarefnum. Ástæðan er einföld, það er miklu ódýrara. Ræktun á wasabi stöngli er ekki bara tímafrek heldur líka mjög erfið. Það kostar því mikla fyrirhöfn og mikla peninga að smakka alvöru wasabi, auk þess sem náttúran gæti sennilega aldrei séð okkur fyrir öllu því wasabi sem við myndum vilja neyta í nútímasamfélagi.

4. Alvöru wasabi hefur raunverulega grænan lit sem skyldar plöntur, eins og piparrótin býr ekki yfir. Hins vegar er græni litur wasabi stöngulsins ekki jafn dökkur og liturinn á wasabi maukinu sem við þekkjum. Að sama skapi hefur wasabi ekki sömu geymslu eiginleika og maukið sem við kaupum útí búð, þar sem sterka bragðið rýkur fljótt úr alvöru wasabi.

5. Það sem greinir á milli alvöru wasabi og piparrótar/sinneps wasabi er að alvöru wasabi gefur ekki sömu brunatilfinningu og við fáum þegar við tökum of stóran bita. Þegar við fáum of mikið wasabi þá tárumst við gjarnan og það er eins og nefið á okkur logi, slík viðbrögð ætti alvöru wasabi ekki að kalla fram.

Við leyfum þessu myndbandi að fljóta með þar sem sagt er frá hvernig alvöru wasabi er búið til.

Heimildir:
Wikipedia
The Huffington Post
Quora