heart-care-1040250_1280

  1. Þrátt fyrir að vera aðeins á stærð við hnefa slær hjartað okkar 100.000 sinnum á hverjum degi og flytur rúmlega 7.500 lítra af blóði í gegnum líkama okkar.
  2. Hlátur hefur jákvæð áhrif á hjartað og getur góður kraftmikill hlátur getur aukið blóðflæði um 20%.
  3. Líklegra er að fólk fái hjartaáfall á mánudagsmorgnum en aðra daga vikunnar. Talið er að streita spili hér inn en auk þess eru líkur á hjartaáfalli eru líklegri á morgnanna vegna þess að gildi streituhormónsins kortisóls ná hámarki snemma á daginn.
  4. Ástarsorg eða andlát náins einstaklings getur haft lífeðlisfræðileg áhrif á hjartað og aukið líkur á hjartaáfalli.
  5. Það að stunda kynlíf reglulega minnkar aftur á móti líkur á hjartaáfalli. Í rannsókn á 2.500 karlmönnum á aldrinu 49 til 54 ára kom í ljós að þeir sem fengu fullnægingu í það minnsta þrisvar sinnum í viku voru helmingu ólíklegri til að deyja úr hjatasjúkdómum.

Heimild:
LiveScience