Screen Shot 2016-04-07 at 16.39.55

Sem betur fer eru fréttir af dýrum í útrýmingarhættu ekki alltaf neikvæðar. Hér eru til dæmis fimm dýrategundir sem eru í útrýmingarhættu en virðast vera að ná sér á strik, hvort þeim tekst að ná sér til frambúðar mun tíminn einn leiða í ljós.

pika_750

1. Ili Pika
Hvatinn fjallaði áður um þessi krúttlegu dýr sem höfðu ekki sést í 20 ár í heimkynnum sínum í Kína. Dýrið hefur aðeins sést nokkrum sinnum frá því að það var uppgötvað árið 1983 en það hvarf síðar í 20 ár og sást lokst aftur í mars árið 2015.

manatees_750

2. Sækýr við strendur Flórída

Eitt dæmi um verndunarverkefni sem hefur tekist vel er saga sækúnna við strendur Flórída. Tegundin var sett á lista yfir dýr í útrýmingarhættu árið 1973 og taldi stofninn aðeins 1.267 dýr árið 1991. Í dag er hann þó komin í yfir 6.000 dýr sem eru miklar gleðifréttir fyrir framtíð tegundarinnar.

panda_750

3. Pöndur í Kína
Pöndur þekkja allir og eru þær líklega frægasta dýrið í útrýmingarhættu. Einhver von virðist þó vera fyrir þessu fallegu dýr en þeim hefur fjölgað um 17% á síðustu 10 árum í heimkynnum sínum í Kína. Fjölgunina má rekja til þrautlausrar vinnu við að koma á verndarsvæðum fyrir tegundina.

Screen Shot 2016-04-07 at 16.39.55

4. Amur hlébarðar
Þessi fallegu dýr eiga heimkynni sín í Norðaustur Kína og austurhluta Rússlands og eru þau sjaldgæfasta kattardýr heims. Á síðustu sjö árum hefur fjöldi amur hlébarða þó nær tvöfaldast í Rússlandi. Árið 2012 var stofnað verndarsvæði fyrir tegundina í landinu sem taldi aðeins 30 dýr, í dag eru þau orðin 57.

monkey_750

5. Gyllti Yunnan apinn
Þessir litsterku apar búa í fjallaskógum í Yunnan héraði Kína. Tegundin er afskaplega viðkvæm fyrir skógareyðingu og hefur hún tekið sinn toll á fjölda einstaklinga sem eru aðeins um 3.000 talsins. Staðan var þó töluvert verri á níunda áratugnum en vegna mikillar vinnu við að vernda tegundina hafa stofnar á sumum svæðum þrefaldast.

Listinn var upprunalega birtur á vefsíðu Eco Watch.