Mynd: FindPick.com
Mynd: FindPick.com
  1. Feldur ísbjarna er í raun ekki hvítur heldur eru hárin gegnsæ og húð þeirra svört. Feldurinn virðist þó vera hvítur vegna þess að hann endurkastar ljósi.
  2. Samkvæmt Polar Bears Internation nefna samar í Finnlandi ekki ísbirni á nafn til þess að móðga þá ekki heldur kalla þá “hund guðs” eða “gamla manninn í loðskikkjunni”.
  3. Birnur eignast yfirleitt tvo húna sem vega ekki nema um hálft kíló við fæðingu. Húnarnir vaxa þó fljótt og verða fullvaxta kvendýr 50-295 kg en karldýr 351-544 kg.
  4. Ísbirnir synda mikið og merkir latneska heitið þeirra, Ursus maritimus, einmitt sæbjörn. Dæmi eru um að ísbirnir hafi synt 100 km án hvíldar.
  5. Eins og á við um mörg önnur dýr heims stafar ísbjörnum ógn af hlýnun jarðar. Vísindamenn telja að allt að tveir þriðju af ísbjarnarstofnum heims gætu verið horfnir árið 2050 ef ekki tekst að hægja á hlýnun jarðar.

Heimildir:
Live Science
Polar Bears International