Mynd: Ed Bowlby/NOAA
Mynd: Ed Bowlby/NOAA

Síðasta vika var vika sæotursins en henni er ætlað að vekja athygli á þessum merkilegu og mikilvægu dýrum. Af því tilefni förum við yfir fimm staðreyndir um sæotra.

  1. Sæotrar lifa, eins og nafnið gefur til kynna, í sjó og geta jafnvel varið allri ævi sinni þar.
  2. Ólíkt öðrum sjávarspendýrum hafa sæotrar ekki spiklag til að halda á sér hita. Þess í stað er feldur þeirra gríðarlega þéttur og er hann sá þéttasti í dýraríkinu.
  3. Til að halda á sér hita verða sæotrar að éta því sem nemur 25% til 40% af líkamsþyngd sinni á hverjum degi.
  4. Sæotrar sjást oft leiðast á meðan þeir sofa en þetta gera þeir til að koma í veg fyrir að leiðir þeirra skiljist á meðan á blundinum stendur.
  5. Sæotrar eru mikilvægir í vistkerfunum þar sem þeir lifa og er eru svokölluð lykiltegund vegna mikilvægi þeirra. Til dæmis éta sæotrar ígulker í miklu magni og halda þannig stofnum þeirra niðri svo æti ígulkeranna, þari, ná að dafna.

Heimild
World Wildlife Fund