Aspirín eða asetýlsalicýlsýra er lyf sem notað er gegn verkjum og sem bólgueyðandi og hitalækkandi lyf. Aspirín hindrar auk þess samloðun blóðflaga og lengir storknunartíma blóðs með því að hindra framleiðslu á storknunarþætti sem nefnist thromboxane. Vegna þessa eiginleika er aspirín einnig notað til þess að koma í veg fyrir hjartaáföll, heilablóðföll og blóðtappa í fólki sem er í áhættuhópi.

Uppgötvun
Það var Edward Stone við Oxford háskóla sem uppgötvaði virka efnið í aspiríni, salicýlsýru, í berki víðitrjáa árið 1763. Nokkru seinna, eða árið 1897, tókst Felix Hoffmann hjá lyfjafyrirtækinu Bayer, að nýmynda aspirín fyrstur manna.

Aukaverkanir
Líkt og með önnur lyf geta aukaverkanir fylgt notkun á aspiríni. Meðal aukaverkana aspiríns eru eyrnasuð, magasár og blæðingar í meltingavegi.

Notkun
Sársauki: Aspirín er mikið notað sem verkjastillandi lyf gegn sársauka. Íbúprófen er þó talið vera betra í þeim tilgangi vegna þess að líklegra er að aspirín geti valdið blæðingum í meltingavegi. Blanda af aspiríni og koffíni er oft notað en slík blanda virkar betur en aspirín eitt og sér. Aspirín er einnig gagnlegt við sumum gerðum höfuðverkja.

Hiti: Hægt er að nota aspirín sem hitalækkandi lyf í fullorðnu fólki. Ekki er mælt með því að það sé notað við hita í börnum en það gæti aukið líkur á að börn fái Reye’s syndrome sem er sjaldæfur en oft banvænn sjúkdómur. Rannsóknir hafa fundið tengls á milli tilfella Reye’s syndrome í börnum og notkunar aspiríns gegn veiru og bakteríusýkingum.

Bólgur: Aspírín er mikið notað gegn ýmiskonar bólgum í líkamanum og bólgusjúkdómum, til dæmis liðagigt.

Hjartaáföll og heilablóðföll: Í sumum tilfellum er aspirín notað sem fyrirbyggjandi meðferð við hjartaáföllum og heilablóðföllum.

Eftir aðgerðir: Aspirín er mikið notað eftir ýmsar aðgerðir. Til dæmis er algengt er að aspirín sé gefið ásamt ADP viðtakahemli til þess að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir skurðaðgerðir.

Annað: Rannsóknir hafa sýnt að inntaka á aspiríni geti minnkað líkur á krabbameini, sérstaklega krabbameini í endaþarmi. Það er einnig notað gegn bráðagigtsótt og fyrirbyggjandi gegn meðgöngueitrun.

Heimildir:
Wikipedia
Lyfjabókin
Sérlyfjaskrá