Í stuttu máli er blóþrýstingur sá þrýstingur sem æðar líkamans verða fyrir þegar blóðið, sem hjartað pumpar um líkamann, rennur í gegnum þær. Blóþrýstingurinn hækkar og lækkar eftir hjartslættinum og er hæstur í svokallaðrir systólu þegar hjartað dregst saman til þess að pumpa blóði út í slagæðarnar. Þetta kallast systólískur blóþrýstingur. Á milli slaga er hins vegar sá tími sem blóþrýstingurinn er hvað lægstur og kallast það díastóla.
Í heilbrigðum einstaklingum er systólískur blóðþrýstingur á milli 90-120 mm Hg en díastólískur á milli 60-80 mm Hg.
í myndbandinu hér að neðan frá TedEd er farið nákvæmlega í gegnum það hvað blóþrýstingur er og hvernig hann virkar á afar skýran og myndrænan hátt: