Hjarðónæmi er þegar nægilega margir einstaklingar eru ónæmir fyrir ákveðnum smitsjúkdómi, til að koma í veg fyrir farald af hans völdum. Hjarðónæmi fæst með bólusetningum en bólusetningar búa til ónæmi. Á einangruðum svæðum eins og Íslandi er þokkalega auðvelt að útrýma veirum eða bakteríum ef nægilega hátt hlutfall þjóðarinnar lætur bólusetja sig. Með auknum ferðalögum og auðveldari samgöngum milli landa verður það erfiðara en erfiðast verður að mynda hjarðónæmi þegar hlutfall bólusettra verður of lágt.

Nokkrum veirum hefur verið útrýmt með bólusetningum en veirur er þannig úr garði gerðar að þær verða að hafa hýsil til að lifa. Þegar svo margir hafa myndað ónæmi gegn tiltekinni veiru að hún nær aldrei að hitta hentugan hýsil þá deyr veiran út, dæmi um slíkt er veiran sem olli stóru bólu eða bólusótt.

Hversu hátt hlutfall þarf að vera bólusett til að hjarðónæmi myndist byggist á hversu smitandi sýkillinn er, það kallast smitnæmi sýkilsins. Ef sýkillinn er mjög smitnæmur þá þarf hlutfall bólsettra að vera hátt. Sem dæmi þá er smitnæmi mislingaveirunnar hátt, en þar smitast 12-18 einstaklingar af hverjum einum sem veikist, í því tilfelli er talað um 95% bólsetningahlutfall til að hjarðónæmi myndist. Í öðrum tilfellum eins og hjá ebóluveirunni þar smitast 1,6 – 1,7 einstaklingar af hverjum einum sem veikist þá þyrfti hlutfall bólsettra að vera mun lægra svo hjarðónæmi kæmist á.

Það er mikilvægt að viðhalda hjarðónæmi vegna þess að sjúkdómar sem bólusett er fyrir geta verið lífshættulegir. Þegar hjarðónæmi er ekki til staðar þá aukast líkurnar á því að næmir einstaklingar hitti sýkilinn og veikist. Þeir sem ekki hafa verið bólusettir eða geta ekki verið bólusettir, treysta á að hjarðónæmi sé viðhaldið í samfélaginu því það er þeirra eina vörn gegn því að sýkjast og veikjast alvarlega.

Virusamotmaeli