Inflúensa, eða flensa, er smitsjúkdómur af völdum inflúensu veirunnar. Inflúensufaraldur yfir ár hvert. Á norðuhveli jarðar stendur faraldurinn yfirleitt yfir á milli október og mars en á milli júní og október á suðurhvelinu.

Talið er að inflúensa berist milli manna með úða frá öndunarfærum og koma einkenni fram eftir um tveggja daga meðgöngutíma, oftast mjög skyndilega. Meðal einkenna inflúnensu eru hiti, hálsbólga, beinverkir, höfuðverkur, hósti og þreyta.

Flensan gengur almennt yfir á innan við viku en í sumum tilfellum getur hún haft fylgikvilla í för með sér, til dæmis berkju- og kinnholubólgu auk lungnabólgu, aðallega þegar um eldra fólk er að ræða.

Til þess að koma í veg fyrir inflúensusmit er mikilvægt að þvo hendur reglulega. Einnig er mælt með því að þeir sem eru í áhættuhópi, svo sem aldraðir og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma, fái hina árlegu inflúensubólusetningu. Bólusetningin veitir þó ekki fullkomna vörn og er virkni hennar yfirleitt á bilinu 60-90%.

Heimildir:
Embætti landlæknis
Vísindavefurinn
Wikipedia