Lífvera er samlægt lifandi kerfi sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Þau einkenni sem þarf að uppfylla til að teljast lífvera eru: að bregðast við áreiti, æxlun, vöxtur og þroski auk samvægis.

Lífverur eru samsettar úr einni eða fleiri frumum. Lífverur sem hafa aðeins eina frumu kallast einfrumungar en þær sem samsettar eru úr fleiri frumum kallast fjölfrumungar.

Lífverur má síðan flokka frekar eftir því hvort þær séu dreifkjörnungar eða heilkjörnungar. Dreifkjarna lífverur eru bakteríur og fornbakteríur en þær einkennast af því að erfðaefni þeirra er ekki bundið í frumukjarna heldur dreift um umfrymi frumunnar. Heilkjarna lífverur hafa aftur á móti kjarna sem umlukinn er himnu auk himnubundinna frumulíffæra, svo sem hvatbera.

Flokkunarfræði lífvera er flókin og verður ekki rakin nánar hér en lífverur eru flokkaðar á eftirfarandi hátt:

  1. Lén
  2. Ríki
  3. Fylking
  4. Flokkur
  5. Ættbálkur
  6. Ætt
  7. Ættkvísl
  8. Tegund

Heimildir:
Wikipedia
Wikipedia IS