Massi er mælikvarði á efnismagn hluta. Massi hlutar breytist aldrei, gefið að engu sé bætt við hlutinn eða tekið af honum. Massi er grunneining í eðlisfræðinni sem þýðir að hann er ekki háður nokkrum öðrum breytum, s.s. breytist ekki við breyttar aðstæður.

Massi og þyngd eru hugtök sem við eigum til að rugla saman, enda eru þau náskyld. Massi er nefnilega mældur í sömu einingu og við mælum þyngd, en grunneining massa er kílógramm (kg). Munurinn á þyngd og massa liggur samt sem áður í því að þyngdin veltur á þeim krafti sem togar í hlutinn. Af þessum ástæðum hefur manneskja ákveðinn massa sem mælist kannski 60 kg á jörðinni, þegar þessi sami massi er kominn til tunglsins hefur þyngdarkrafturinn breyst og þá mælist manneskjan rétt undir 10 kg. Massi manneskjunnar sem í þessu ímyndaða dæmi hefur ferðast til tunglsins er sá sami, þar sem ferðalagið er ímyndað þá þurfti manneskjan hvorki að borða né drekka á leiðinni og engum úrgangi hvar heldur skilað.

Allir hlutir hafa massa og massi þeirra hefur áhrif á þyngd annarra hluta í kring. Þannig má líta svo á að þyngd manneskjunnar í dæminu hér að ofan breytist vegna þess að massi plánetanna sem hún er stödd á breytist. Massi jarðarinnar er meiri en massi tunglsins og þess vegna togar jörðin af meira afli í manneskjuna en tunglið gerir.

En hvernig vitum við hver hinn raunverulegi massi er? Vegna þess að hugtakið massi er fundið upp hér á jörðinni þá er það hér á jörðinni sem við skilgreinum massann. Massi er skilgreindur útfrá eins kílógramma málmhlut sem geymdur er París. Í samanburði við þennan hlut er hægt að finna massa allra annarra hluta í heiminum.

Þar af leiðandi má segja að þyngd þín, lesandi góður, hér á jörðinni er sú sama og massi þinn. Farir þú einhvern tíman í ferðalag til tunglsins þá mun þyngd þín breytast en massinn haldast sá sami.

Á heimasíðunni Online Conversion er hægt að skoða hvernig þyngd okkar breytist á hinum ýmsu plánetum.

Heimildir:
Wikipedia, Massi
Wikipedia, Þyngd
Vísindavefurinn