Mikið er fjallað um mikilvægi svefns í fjölmiðlum og er melatónín oft nefnt í því samhengi. En hvað er melatónín og af hverju er það svona mikilvægt?

Í mönnum og öðrum dýrum er melatónín, eða N-acetýl-5-methoxýtryptamín, í stuttu máli hormónið sem veldur því að við verðum þreytt á kvöldin.

Í mönnum gegnir melatónín mikilvægu hlutverki í stjórn líkamsklukkunnar. Það á til dæmis þátt í stjórnun blóðþrýstings og því hvenær við verðum syfjuð. Melatónín er einnig að finna víðar í lífríkinu: í sveppum, bakteríum og plöntum. Þar gegnir það þó öðrum hlutverkum sem ekki verða rakin hér.

Melatónín er nýmyndað úr amínósýrunni tryptóphan í heilaköngli. Noradrenalín örvar myndun melatóníns og heilaköngullinn seytir því þegar tekur að dimma. Styrkur melatóníns nær hámarki um miðja nótt (u.þ.b. á milli 2-4) og minnkar svo þegar tekur að birta á ný. Í blóðvökva manna er styrkur meðatóníns minna er 2 pg/ml yfir daginn en getur náð allt að 125 pg/ml á nóttunni.

Það er margt sem getur haft áhrif á myndun melatóníns og umhverfi nútímamannsins hefur síður en svo jákvæð áhrif. Til dæmis lýsum við upp húsin okkar með rafmagni langt fram eftir nóttu sem getur haft áhrif á seyti melatóníns. Skortur á melatóníni getur valdir heilsufarsvandamálum svo sem svefnvandamálum og flugþreytu. Þegar ekki tekst að koma jafnvægi á dægursveiflur melatóníns er oft brugðið á það ráð að taka inn melatónín á lyfjaformi.

Heimildir:
Lyfja
Vísindavefurinn
Wikipedia