Samleitin þróun á sér stað þegar tegundir þróa með sér svipaðan eiginleika í aðskildum vistkerfum. Eiginleikarnir eiga það sameiginlegt að þeir þjóna sama tilgangi fyrir lífveruna. Til dæmis hafa leðurblökur, fuglar og mörg skordýr vængi sem ætlaðir eru til flugs.

Samleitinni þróun má skipta í hliðstæða og samsvarandi eiginleika. Hliðstæðir eiginleikar eru þeir sem hafa svipað hlutverk, líkt og vængir, en samsvarandi eiginleikar eiga sama uppruna en þjóna ekki endilega sama tilgangi, til dæmir framhandleggur manna og annarra spendýra.

En af hverju á samleitin þróun sér stað? Samleitin þróun á sér oft stað aðstæðum það sem tegundir lifa á svipuðum búsvæðum og þurfa því að takast á við svipaðar aðstæður í umhverfi sínu.

Til þess að flækja málin er einnig til hugtak í þróunarfræði sem nefnist samhliða þróun. Samhliða þróun kallast það þegar tegundir sem eru skyldar þróa með sér svipaðan eiginleika. Oft er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvort um sér að ræða samleitna eða samlhiða þróun. Almennt er farið þá leið að ef tvær tegundir búa yfur ákveðnum eiginleika sem einnig var til staðar hjá sameiginlegum forföður þeirra er eiginleikinn sagður hafa þróast samhliða en ef ekki er talað um samleitna þróun.

Dæmi um samleitna þróun: Broddgeltir og mjónefir hafa brodda sem þróuðust samleitið.

hedgehod
echidna2

Dæmi um samhliða þróun: Puntsvín í gamla og nýja heiminum hafa brodda sem er mjög svipaðir að gerð.

Porcupine4_
the_new_world_porcupine_by_zooda-d7b84i6

Heimildir:
Wikipedia, Convergent evolution
Wikipedia, Parallel evolution