Sýklalyfjaónæmi er þegar bakteríur sem valda sýkingum, sýklar, mynda þol eða ónæmi gegn lyfjum sem eiga að drepa þá. Sýklalyfjaónæmi er að miklu leiti tilkomið vegna sýklalyfja sem komast útí náttúruna, þar sem þau ættu ekki að vera í svo miklu magni. Í mörgum tilfellum er um að ræða úrgang frá lyfjaframleiðslu eða úrgang frá landbúnaði.

Bakteríur eru snillingar í leiknum „survival of the fittast“ og ber ekki að undra þar sem kynslóðaskipti þeirra eru talin í klukkustundum en ekki áratugum eins og hjá mönnunum. Ef ein baktería hefur hæfileikann til að þola sýklalyfið þá er það sú baktería sem mun fjölga sér áfram í návist lyfsins meðan hinar deyja. Sýklalyfjaónæmið myndast yfirleitt með stökkbreytingum í erfðaefni bakteríunnar, sem gera henni þá kleift a brjóta niður efni eða lifa í návist þess. Að auki gera bakteríur, margar hverjar, nokkuð sem gerir þær að snillingum í leiknum “ survival of the fittast“ þær taka upp erfðaefni frá hver annarri og úr umhverfinu. Þannig dreifa þær sýklalyfjaónæminu enn frekar.

Á Íslandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði tiltölulega lítil, miðað við mörg lönd sem við berum okkur saman við. Oft eru sýklalyf hluti af daglegu fóðri til að fyrirbyggja sýkingar eða auka upptöku næringarefna. Mikil sýklalyfjanotkun á þessum búum veldur því að stór hluti virku efnanna í lyfjunum kemst útí náttúruna óniðurbrotin með úrgangi frá dýrunum sem og almennum úrgangi búanna.

Í flestum vestrænum ríkjum eru í gildi reglugerðir sem eiga að koma í veg fyrir að virk efni úr lyfjunum komist útí náttúruna með úrgangi frá lyfjafyrirtækjum sem framleiða sýklalyf. Þetta á hins vegar ekki alltaf við hjá fátækari ríkjum. En þar er einmitt hagstæðara fyrir stór fyrirtæki að vera ekki einungis vegna þeirra fjármuna sem sparast við að þurfa ekki að framfylgja reglugerðum heldur er vinnuaflið einnig ódýrara.

Mosa and friends

Svo hvaða afleiðingar hefur þetta á okkur? Með fleiri sýklalyfjaónæmum bakteríum verður erfiðara að sigrast á sýkingum, en þangað til pencilínið var fundið upp voru sýkingar sennilega algengast orsök dauðsfalla í heiminum. Þrátt fyrir mikla vöntun á nýjum sýklalyfjum, vegna algengis sýklalyfjaónæmis, eru ekki mörg lyfjafyrirtæki sem setja mikið púður í rannsóknir á þeim. Ástæðan er einfaldlega sú að ný sýklalyf eru ekki líkleg til að vera gróðavænleg. Komi ný sýklalyf til sögunnar núna munu þau ekki vera notuð í miklum mæli, einfaldlega til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nýju lyfin verða a.ö.l. notuð sem síðasta úrræði við sýkingum. Þetta þýðir að lyfið mun ekki seljast grimmt og því er lítill ávinningur af því að leggja mikið fé og mikinn tíma í rannsóknir.

Hvað getum við gert til að sporna við þessu?

Sem einstaklingar er mikilvægt að nota sýklalyfin rétt, þ.e. klára skammtinn sem manni er skammtað. Verði einhver afgangur á lyfjum þarf að farga þeim á viðeigandi hátt og fara þess vegna með þau í næsta apótek en ekki bara hella þeim í vaskinn eða ruslið.

Mest liggur á að minnka sýklalyfjanotkun í landbúnaði og koma í veg fyrir losun sýklalyfja útí umhverfið við framleiðslu. Í þeim tilfellum þurfa fyrirtækin að taka ábyrgð á losun sýklalyfja og yfirböld þurfa að búa til hvata til að auka líkurnar á því að losun þeirra útí náttúruna fari minnkandi.