Sykrur eru stuttar keðjur kolvetna sem eiga það sameiginlegt að vera oft sætar á bragðið og leysast vel upp í vatni. Sykrur eru lífræn efni og er samsettar úr kolefnis-, vetnis- og súrefnissameindum og hafa formúluna (CH2O)n þar sem n≥3. Sykrum er skipt í flokkar eftir lengd sykrukeðjunnar: einsykrur, tvísykrur fásykrur og fjölsykrur.

Einsykrur eru einfaldasta gerð sykra, til dæmis glúkósi, frúktósi og galaktósi. Einsykrur geta myndað efnasambönd með öðrum sykrum til að mynda lengri keðju. Einsykrur hafa fimm hýdroxýl hópa (-OH) og karbónýl hóp (C=O). Á myndinni hér að neðan má sá uppbyggingu einsykur en sykran á myndinni er glúkósi.

Glucose_Haworth

Tvísykrur eru myndaðar úr tveimur einsykrum og er frægasta tvísykran tvímælalaust borðsykurinn sem við þekkjum öll. Önnur dæmi um tvísykrur eru maltósi og laktósi. Tvísykran á myndinni að neðan er glúkósi (vinstra megin) og frúktósi (hægra megin).

DhSVQ

Fásykrur og fjölsykrur eru lengri sykrukeðjur og eru fásykrur gerðar úr þremur til níu sykrueiningum en fjölsykrur tíu eða fleiri einingum. Fjöldi sykrueininga í fjölsykrum getur verið gríðarlega mikill eða allt upp í mörgþúsund. Dæmi um fjölsykrur er glýkógen sem finnst í dýraafurðum. Fásykrur og fjölsykrur eiga það sameiginlegt að vera ekki sætar á bragðið eins og einsykrur og tvísykrur.

Sykrur eru mikilvægar fyrir alla líkamsstarfsemi en tvísykran glúkósi er til dæmis aðalorkugjafi líkamans og er ómissandi fyrir heilastarfsemi. Ef við neytum meira af sykrum en líkaminn þarf á að halda er honum umbreytt í glýkógen en þannig getur hún geymt um kíló af orkuforða. Ef sykruinntakan verður enn meiri er umframmagninu breytt í fitu og við fitnum.

Heimildir:
Wikipedia
Vísindavefurinn