Transfita, stundum einnig kölluð hert fita, er ómettuð fitusýra sem hefur lágt bræðslumark þannig að hún er yfirleitt á föstu formi við herbergishita. Í flestum tilfellum er um að ræða fitusýru sem hefur verið breytt þannig að bræðslumark hennar lækkar og samhliða því eykst yfirleitt geymsluþol hennar.

Séu fitusýra brotin niður í sameindir þá samanstendur hún af löngum kolefnakeðjum. Tengin milli keðjanna geta verið mismunandi og það eru þessu tengi sem segja til um hvort fitusýran er mettuð eða ómettuð. Mettuð fita hefur einungist einföld tengi milli kolefnahópa meðan ómettuð fitusýra hefur líka tvöföld tengi milli kolefnahópa. Tvöfalt tengi þýðir að hægt er að henga fleiri kolefnahópa á þetta tiltekna tengi, þ.e.a.s. tengið er ekki mettað. Staðsetning kolefnahópanna sitthvoru megin við tvítengið skiptir máli og það er staðsetningin sem gefur ómettuðu fitusýrunni forskeytið trans- eða cis-. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig snúningur kolefniskeðjunnar um tvítengið segir til um eiginleika fitusýranna, með tilliti til cis og trans. Transfita er því ómettuð fita og vegna þess að staðsetning kolefnishópanna á keðjunni er á þennan veg þá er fitan óhollari, samanborið við cis-fitu, en neysla transfitu hefur verið tengd við aukna áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

cis og trans

Transfita kemur fyrir í náttúrunni, án þess að nokkuð sé búið að eiga við hana og kemur þá fyrst uppí hugann dýrafita og dýraafurðir, svo sem smjör. Fita úr dýraafurðum er þó að mestu leiti samsett úr mettaðri fitu, en að einhverju leiti einnig úr ómettaðri trans-fitu og cis-fitu líka. Í matvælaiðnaði hefur þótt eftirsóknarvert að nota fitu sem hefur langt geymsluþol og þar kemur mettuð fita og ómettuð transfita sterk inn. Til að láta fitu öðlast þessa eftirsóknarverðu eiginleika er hún meðhöndluð með vetni, þ.e. vetnisatóm eru þvinguð inní fitusýrukeðjuna til að metta keðjuna. Samhliða því að mettaðar fitusýrur verða til þá verða einnig til transfitusýrur.

Fólki er almennt ráðlagt að halda sig frá hertri fitu, þá mettaðri og ómettaðri transfitu. Áhugavert verður þó að teljast að séu mettaðar fitusýrur sem koma fyrir í náttúrunni, eins og fita úr dýraafuðrum, skoðaðar sérstaklega þá hefur neysla þeirra ekki áhrif á heilsufar fólks. Hins vegar ef skoðuð eru áhrif hertrar fitu og transfitu sem verða til við meðhöndlun á ómettuðum fitusýrum, þá eru heilsufarsleg áhrif mikil. Fólk sem neytir mikið af slíkri umbreyttri fitu, t.d. olíu sem er umbreytt í smjörlíki, er í mun meiri hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem neyta fitu sem kemur fyrir í náttúrunni.

Neysla á fitu er jafnnauðsynleg og neysla á bæði prótínum og kolvetnum. Það virðist hins vegar skipta máli hvers konar fita verður fyrir valinu og hér gildir það sama og með flest önnur matvæli að þeim mun meira sem matvaran er unnin því óhollari getur hún verið. Svo þegar valið er um hver konar fitu á á neyta þá er best að hennar sé neytt eins og hún kemur fyrir í náttúrunni hvort sem um er að ræða lýsi (sem er fjölómettuð fita, fitusýrur með mörg tvítengi), ólífuolía (sem er einómettuð fita, fitusýrur með eitt tvítengi) eða smjör (sem er mettuð fita).

Heimildir og frekara fræðsluefni
American Heart Association
Wikipedia
Doktor.is