Veirur eru sýkjandi agnir sem geta eingöngu fjölgað sér inní lifandi frumum. Til eru milljónir mismunandi gerða veira og geta þær sýkt allar gerðir lífvera, allt frá bakteríum til dýra.

Veirur skiptast í ýmist tvo eða þrjá hluta:

1. Erfðaefni veirunnar sem er samsett úr DNA eða RNA.
2. Próteinhjúpi sem ver erfðaefnið.
3. Í sumum tilfellum er veiran umlukin hulu sem gerð er úr lípíðum.

Veirur geta verið mismunandi í laginu og eru agnarsmáar, aðeins um 1/100 af stærð meðal bakteríu. Flestar gerðir veira eru svo smáar að ekki er hægt að greina þær í ljóssmásjá. Skiptar skoðanir eru á því hvort veirur teljist vera lífverur. Almennt séð eru þær ekki taldar vera það enda geta þær ekki fjölgað sér nema þær séu í frumu lífveru.

Veirur valda fjölmörgum sjúkdómum og geta borist í lífverur á ýmsan hatt. Veirur líkt og inflúensuveirur geta borist með hnerra eða hósta, nóróveira berst með saur-munn smiti eða snertingu við sýkt blóð. Enn aðrar, til dæmis arboveirur, berast með vektorum, til dæmis moskítóflugum.

Veirur eru mjög sérhæfðar og geta aðeins fjölgað sér í ákveðinni gerð frumna. Ónæmiskerfi manna reynir að verjast veirusmiti með því að eyða veirunum úr líkamanum en einnig er hægt að bólusetja gegn mörgum veirum og eru bólusetningar mikilvægur þáttur í því að halda mörgum veirusjúkdómum í skefjum. Því miður ráða bólusetningar og ónæmiskerfið ekki við allar veirur og verður sýkingin þá langvarandi líkt og í sjúklingum með AIDS og lifrarbólgu C. Ólíkt bakteríum virkar sýklalyf ekki á veirur en til eru antiviral drugs gegn sumum gerðum þeirra.

Heimildir:
Wikipedia
Vísindavefurinn