Mynd: Bessadýr af tegundinni Paramacrobiotus tonolli // Eye of Science/Science Source
Mynd: Bessadýr af tegundinni Paramacrobiotus tonolli // Eye of Science/Science Source

Bessadýr, eða Tarigrada, er hópur dýra sem er merkilegur fyrir margar sakir en þrátt fyrir að þau hafi fyrst verið uppgötvuð árið 1773 er enn lítið vitað um þennan lífveruhóp.

Það sem helst einkennir bessadýr er að þau eru mjög harðgerð. Þau er að finna á fjölbreyttum svæðum, meðal annars á fjallstindum, í regnskógum, á Suðurheimskautinu og á djúpsævi.

Bessadýr geta þolað miklar öfgar í hitastigi, allt frá -272°C til 150°C, og gríðarlegan þrýsting. Svo harðgerð eru þau að þau geta jafnvel lifað af dvöl í lofttæmi geimsins og hafa einmitt verið send þangað í þeim tilgangi að kanna áhrif geimferða á lífverur. Bessadýr geta einnig lifað í meira en 30 daga án vatns og matar. Við slíkar aðstæður þorna dýrin upp svo 3% eða minna af líkamsþyngd þeirra er vatn en geta náð sér fljótt aftur og lifað eðlilegu lífi á ný.

Bessadýr eru agnarsmá eða aðeins um 0,5 mm að lengd. Líkt of sjá má á myndinni hér að ofan eru þau stuttvaxin og hafa fjögur fótapör á líkamanum, hver fótur hefur síðan fjórar til átta klær.

Fæða bessadýra er aðallega í formi vökva úr plöntu- og dýrafrumum. Til þess að sjúga vökvann úr frumunum nota bessadýrin munnanga sem eru ólíkir á milli tegunda og er einmitt að miklu leiti notast við þá til að greina á milli tegunda. Bessadýr leggja sér einnig stundum smávaxin dýr, á borð við frumdýr, sér til munns.

Á Íslandi hafa fundist um 20 tegundir bessadýra og eru bússvæði þeirra aðallega í mosa eða grassverði og í ferskvatni.