Hvatberar, sem eru til staðar í heilkjarnafrumum, eru orkueiningar frumunnar. Í hvatberunum fer fram loka niðurbrot fæðunnar sem kallast sítrónusýruhringurinn og einnig lokaumbreyting fæðunnar í orkueiningar sem fruman getur notað, þ.e. ATP. Á því stigi sem fæðan nær til hvatberanna er búið að brjóta hana niður í stuttar kolefnakeðjur. Hvatberar ásamt mörgum öðru, eins og kjarna, kjarnakornum og fleira eru frumulíffæri.

Hvatberar eru ílangir belgir sem samsettir eru úr tveimur himnum. Innri himnan er slétt og afmarkar líffærið en innri himnan er krumpuð og saman pökkuð svo yfirborð hennar er mun meira en ytri himnunnar. Þannig myndast tvö mismunandi innri hólf í hvatberanum sem gegna sitt hvoru hlutverkinu. Í milli-himnu hólfinu eða intramembrane space fer fram myndun ATP Innri himnan er þakin ensímum og innan hennar í matrixunni, á sítrónusýruhringurinn sér stað en það er röð ensímhvarfa sem býr til hvarfefni fyrir ATP og koldíoxíð.

Hvatberar eru í miklu magni í frumum sem þurfa mikla orku, til dæmis í vöðvafrumum og sæðisfrumum sem þurfa að synda hratt til að komast á áfangastað. Í sæðisfrumum eru hvatberarnir þó staðsettir við halann eða þann hluta frumunnar sem fer ekki inní eggið við frjóvgun. Hvatberar erfðast því eingöngu frá móður, þar sem þeir eru til staðar í umfrymi eggfrumunnar en einungis við hala sæðisfrumunnar. Í hvatbera er einnig að finna DNA, sem eins og segir hér að framan, erfist eingöngu frá móður. Þessa staðreynd hafa vísindamenn nýtt sér til að skoða uppruna mannsins til dæmis.

Erðfaefnið sem er til staðar í hvatberum er hringlaga, það, ásamt ríbósómum hvatberans líkist mjög bakteríum. Það er því mjög líklegt að hvatberar séu tilkomnir vegna samruna baktería inní heilkjörnunga. Hvatbera DNA kóðar að hluta fyrir þeim prótínum sem notuð eru í hvatberanum, en svo virðist sem mikill hluti erfðaefnisins hafi innlimast inná kjarnalitninga þar sem mörg prótínanna sem notuð eru í hvatbera eru tjáð í kjarna og flutt inní hvatberana. Enn eru vísindamenn ekki vissir um hvernig heilkjörnungar urðu til, og hugsanlega er kjarninn einnig tilkominn vegna samruna baktería. Margar spennandi rannsóknir í þessum efnum hafa verið gerðar eða eru í framkvæmd, þar sem uppruni frumulíffæra er skoðaður til að varpa enn frekar ljósi á þróun lífs á jörðinni.

Heimildir:
Vísindavefurinn
Wikipedia, sítrónusýruhringurinn
Wikipedia, myndun ATP
Experimental Bioscience