Skordýr eru flokkur hryggleysingja sem öll hafa ytri stoðgrind úr kítíni, líkama sem er þrískiptur, þrjú pör af fótum, samsett augu og eitt sett af fálmurum.

Skordýr eru gríðarlega fjölbreyttur hópur og telur yfir milljón tegundir. Þótt ótrúlegt megi virðast eru yfir helmingur dýrategunda í heiminum skordýr.

Þó mörgum finnist skordýr leiðindadýr gegna þau mikilvægu hlutverki í náttúrunni. Skordýr eiga til dæmis þátt í niðurbroti lífrænna efna, frævun blóma og eru mikilvæg fæða fyrir fjölda dýra.

Einkenni skordýra
Skordýr hafa ekki beinagrind heldur ytri stoðgrind sem gerð er úr kítíni. Líkami skordýra er liðskiptur og skiptist í þrjá hluta: höfuð, frambol og afturbol. Þau hafa þrjú pör fóta sem öll eru á þrískiptum frambolnum, eitt par á hverjum lið. Þannig eru köngulær ekki skordýr heldur klóskerar, enda hafa þær fjögur pör fóta. Til viðbótar við fæturna hafa mörg skordýr vængi á frambolnum og eru þau yfirleitt í tveimur pörum.

Á höfði skordýra má finna par af fálmurum og samsett augu. Fálmararnir eru staðsettir milli augna og eru þau notuð til að greina lykt og snertingu. Augu skordýra eru í rauninni samsett úr mörgum smáaugum. Almenna reglan er sú að ef skordýr hafa vel þróuð augu hafa þau einfalda fálmara og öfugt.

Munnur skordýra er gerður úr efri bitkjálkum og neðri kjálkum. Á neðri kjálkum má finna tennta smákjálka og munnþófa. Skordýr hafa síðan einskonar tungu sem kallast þreifari og er þakin snerti- og bragðskynfærum.

Á afturbol skordýra má finna æxlunarlíffæri og úrgangsop líferunnar.

Myndbreyting
Eitt þeirra atriða sem gerir skordýr sérstök er svokölluð myndbreyting. Myndbreyting kallast það þegar ungviði er mjög ólíkt fullorðnum dýrum í útliti. Gott dæmi um myndbreytingu á sér stað hjá fiðrildum þegar lirfan myndar púpu og verður að lokum að fiðrildi.

Það eru ekki öll skordýr sem ganga í gegnum mynbreytingu og sum ganga aðeins í gegnum ófullkomna myndbreytingu.

Heimildir:
Náttúrufræðistofnun Íslands
Vísindavefurinn
Wikipedia